27.3.2008 | 16:14
Leiðarendi
Leiðarendi.
Þá erum við komin á leiðarenda. 45000 km og 24 dögum síðar lendum við í Keflavík. Erum að koma frá New York þar sem við skildum við farþegana okkar í gær. Fjölmörg lönd að baki, og ævintýri sem að gleymist seint. Öll löndin sem við heimsóttum, allt fólkið sem við hittum á leiðinni, allt sem við fengum að upplifa. En mikið höfum við það gott heima á Fróni J
Núna erum við að fljúga fyrir suðurodda Grænlands og Ísland framundan. Austanátt í Kelavík og hiti um frostmark. Verður gott að koma heim í svalann, hitta fólkið sitt, lesa Moggann og borða íslenskt skyr J
Þökkum fyrir allar þær fjölmörgu heimsóknir og góðu kveðjur sem við höfum fengið á síðunni okkar.
Afríka one kveður í bili.. Over and out..
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 19:00
Marrakech Marokkó
Opnuðum páskaeggin saman á páskadags morgun. Fórum á markaðinn.
Hittum skapilla slöngutemjara og var kastað út úr töskubúð. Iðandi mannlíf í litríkri borg.
Sölubásar með sælkera kryddi, ólífum, eðlum, tanngörðum og því helsta sem okkur vanhagar um.
Afríka-one over and out...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2008 | 18:59
Bamako Malí
Pick up um hádegi daginn eftir og haldið til Marrakech.
Afrika-one over and out...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 11:15
Victoria Falls - Zimbabwe
Lentum í Victoria Falls í blíðskaparveðri. Á aðflugskortunum er varað við villidýrum á brautinni. Hér hefur ekki lent þota af þessari stærð áður og vorum við því nokkurskonar tilraunardýr á staðnum. Aðeins var til einn stigi og þegar önnur vél renndi í hlað var okkar stigi tekinn og við skilin eftir um borð í klukkutíma sem eru afrískar 10 mínútur.
Tollurinn þurfti allskonar pappíra og rukkaði 2500 kr. á haus til að komast inn í landið. Tollarinn spurði: Er klám í töskunni? Er tölva í töskunni? Er myndavél í töskunni? Hvar ertu með peningana? Að lokum komumst við í gegnum tollinn en ekki leið á löngu þar til við vorum stoppuð af vegalögreglunni!
Elephant Hill Resort hótelið heilsaði með öpum í garðinum og villsvínum á beit. Varað var við þjófótt um öpum sem eiga það til að koma í heimsókn í gegnum svaladyr.
Sólarlagið séð frá hótelinu með fossana í forgrunn og sléttur Zimbabwe í bakgrunn er Afríka fyrir okkur.
Skoðunarferð að Victoria Falls næsta morgun var eftirminnileg. Kraftur fossanna var hreint magnaður og jörðin titraði við að 55 milljón tonn runnu framhjá á hverri mínútu. Einstakt að standa þarna í steypiregni, glaðasólskini og 50stiga hita á þessum sögufræga stað.
Stutt stopp var síðan gert á markaðnum. Við fengum tilboð í Koogley (Eygló) fyrir 9 kýrgildi þó að markaðvirði væri aðeins 7! Maðurinn treysti sér ekki í viðskiptin vegna yfirvofandi rekstrarkostnaðar.
Farinn var sérstakur leiðangur út á völl til að semja um kaup á eldsneyti sem fyrirfram var vitað að ekki var fáanlegt á staðnum. En viti menn snillingarnir okkar komu til baka með alla vasa tóma en fulla vél af eldsneyti þar sem allt er falt fyrir peninga í Zimbabwe.
(Zimbabwe = steinahús...... en ætti að vera Zimbabwe = peningaplokk)
Á sama tíma voru stelpurnar okkar komnar í færibandar vinnu með kokkunum í eldhúsinu á hótelinu að græja bakkana fyrir næsta flug og hefur slíkur vinnuhraði aldrei sést í Afríku.
Jambo ! Jambo ! ........ Over and out
Ferðalög | Breytt 24.3.2008 kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2008 | 19:17
Kruger Mpumalanga Dagar...
Kruger
Þegar við komum á hótelið í Kruger fengum við öll á tilfinninguna að við værum komin á breskt sveitasetur. Við fengum öll mismunandi herbergi sem höfðu öll sín sérkenni. Allir vildu gera okkur sérlega til hæfis en útkoman var ekki alltaf eins og við hefðum kosið. Rafmagnsleysi og afríkönsk stemmning voru þar helstu áhrifavaldar. Þess vegna var ekkert blogg og engar færslur. Við nýttum tímann vel og fórum fyrri daginn í fjórhjólasafarí sem allir fíluðu í tætlur. Eftir mikla útrás hjá hópnum endaði Anna úti í skógi ( eftir að reyna að stytta sér leið ) og Jenny fékk sér frítt tattú af púströrinu á fjórhjólinu.
Seinni daginn lögðum við af stað kl. 5.00 um morguninn til að fara í Kruger National Park. Dýrin vakna snemma og því betra að vera þá mættur á staðinn. Safarí jeppinn okkar var opinn í alla enda og vorum við því vel veðurbarin eftir ferðina, kúrðum undir teppum því ótrúlega var kalt í veðri. Samt tókst nokkrum okkar að fá sér lúr en aðrir áttu fullt í fangi með að hafa ofan af fyrir bílstjóranum og Íris þurfti að klára fínu peysuna sem hún var að prjóna. Fengum góða fræðslu hjá fararstjóranum okkar bæði í sambandi við dýrin og gróður. Hann sýndi okkur sérstaklega afríkönsku Amarula plöntuna sem líkjörinn góði kemur úr. Heldum heim á sveitasetrið köld, sæl og svöng. Kvöldið endaði með góðri máltíð og sætum svefni. Over and out.........
Ferðalög | Breytt 23.3.2008 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 19:16
Cape Town - Kruger Mpumalanga Flugið
Cape Town - Kruger
Tókum á móti farþegunum okkar eldhress að vanda og flugtíminn var rétt um 2 klst. Byrjuðum á að syngja afmælissönginn fyrir einn farþegann okkar. Síðan rúlluðum við upp 3ja rétta málsverði ásamt þvílíku dansatriði í lokin sem vakti óskipta athygli allra. Farþegarnir þurftu að bíða í vélinni um stund eftir tengiflugi. Enginn lét sér þó leiðast á meðan því Eygló tók farþegana í danskennslu og myndaðist mikil stemmning.Over and out.....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 19:15
Cape Town dagar
Cape Town dagar
Vöknuðum eldsnemma til að fara í vínsmökkun til Seidelberg. Rut ( fyrrv.flugfr) og Kolli maðurinn hennar sem búa þarna voru búin að panta fyrir okkur minibus svo að við gætum öll farið saman. Þau tóku á móti okkur í Seidelberg búgarðinum og við brögðuðum öll á hinum ýmsu vínum. Þetta var mjög spennandi og síðan skoðuðum við gallerí sem var á staðnum.
Eftir að við vorum búin að vera þarna þá buðu þau okkur hjónin á sitt einstaklega fallega heimili. Þau búa í yndislegum dal milli Paarl og Franschhoek og útsynið og allt þar í kring er alveg frábært. Eftir ljúfa stund á heimili þeirra , heldum við á frábæran veitingastað sem þau höfðu valið fyrir okkur, sem var upp til fjalla.með alveg einstöku útsýni. Okkur leið öllum eins og við værum dottin inní Sound of Music myndina. Eftir yndislegan dag í sveitinni var haldið heim á hótel ásamt Kristínu Margréti dóttur Kolla sem bættist við hópinn og fékk að gista hjá okkur og síðan var haft fataskipti og farið niður á Waterfront og áttum góða kvöldstund á frábærum veitingastað Belthazar.
Dagur II Cape Town
Rut kom að sækja okkur og sýndi okkur stelpunum helstu verslanir og markaði í miðbænum. Þar versluðum við fyrir næstu ferð, búninga, bakkaskraut og fl. Hún keyrði okkur um allt og fræddi okkur um sögu borgarinnar sem var mjög áhugavert. Eftir skemmtilega bæjarferð var farið uppá hótel og náð í strákana og keyrt Indlandshafs megin niður að Cape of Good Hope (Góðravonarhöfða) með stoppi í mörgæsaskoðun í Simons Town. Þegar heim var komið eftir langa rútuferð fóru allir í háttinn, þreyttir og sælir. Over and out.....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 19:14
Takið eftir......
Takið eftir......
Athugasemd frá áhöfninni ekkert notendanafn eða lykilorð þarf til að skrifa í gestabók.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 19:12
Mauritius – Cape Town
Mauritius Cape Town
Endurfundir við farþegana voru mjög góðir eftir skemmtilegt beach party kvöldið áður. Skörtuðum fínu slæðunum sem okkur voru gefnar en er líða tók á flugið breyttum við um útlit og klæddum okkur í anda St. Patricks dagsins sem var í nánd grænar og flottar. Over and Out.....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 21:12
Dagar á Máritíus
Þá erum við komin til Máritíus loksins. Fyrir brottför frá Tansaníu höfðum við farið á markaðinn
í bænum okkar, sem heitir Arusha og náð okkur í múnderingu að hætti innfæddra.
Stelpurnar klæddar upp í fíneríis kjólum í öllum mögulegum litum ásamt höfuðskrauti og öðru
fíneríi. Þá var einnig búið að skreyta vélina að innan, hengja upp myndir oþh.
Strákarnir frammí fengu þennan fína bol og tóku þeir á móti farþegum þegar þeir gengu um borð..
Þá var haldið í loftið. Flugtak til austurs á stefnu til Máritíus. Þegar komið var í farflugshæð, var
borinn fram matur og brá Garðar sér í betri skóna og heilsaði upp á farþegana.. Komið inn til
Máritíus 4 tímum seinna, þessarar gullfallegu eldfjallaeyju.Máritíusbúar lifa aðallega á ferðamennsku, sykri, textílhönnun og annarri þjónustu. Fólkið brúnt
og vinalegt. Landið hlaut sjálsfstæði sitt frá bretum einmitt fyrir 40 árum í dag, en var áður búið að
vera undir frökkum og hollendingum.
Dagurinn í gær var notaður í rólegheitum á ströndinni á þessu annars glæsilega hóteli þar sem við búum. Hér er allt frítt.Allur matur og drykkur, sem að satt best að segja er ekki af verri endanum!Hér er golfvöllur inni á svæðinu, þetta fina gym, nudd af bestu sort og ströndin hvít og fín.
Í dag hófst svo dagurinn með siglingu. Fórum flest út með spíttara sem að geystist með okkur á fullri
ferð út með ströndinni. Það var byrjað á því að sigla með okkur út að Máritíus Titanic. þar fórst
skip árið 1902 en varð nú samt sem betur fer enginn mannskaði. því næst var skoðaður foss sem
að rennur niður gil eitt í eina víkina þar sem blandast saman ferskt vatn og sægrænn sjórinn.
Komumst að því þarna að við erum með nokkrar hetjur í okkar hópi sem hoppuðu fram af bjargi
ofan í hylinn, sumir með skelfingarsvip J Endaði svo í snorkli, þar sem að við gátum skoðað aðeinsfiskalífið, sem er ótrúlega fjölbreytt..
Undir kvöld fór svo hópurinn í kokteilboð til farþeganna okkar á öðru hóteli á eynni. Smá ræðuhöld
og svona, pinnamatur og tjatt við gengið okkar. Síðan komu þessar hreint út sagt flottu dansmeyjar
sem að tóku smá snúning fyrir okkur á ströndinni JRútan tekin upp á hóteið okkar aftur þegar að leið á kvöldið, og Eygló stjórnaði skemmtiatriðum
og spurningakeppni á leiðinni af einstöku öryggi JEn semsagt góðir dagar á Máritíus að baki, og flug framundan til Capetown í fyrramálið. Biðjum að heilsa heim, XOXO
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar