Færsluflokkur: Ferðalög
9.3.2008 | 15:09
Kilimanjaro dagur II
Vöknuðum snemma til þess að " tana okkur í tætlur" sem tókst ágætlega, allavega rauðir og flekkóttir kroppar hingað og þangað eftir daginn. Strákarnir okkar komnir úr safarí-inu sem við stelpurnar ætlum að taka út í Kruger.
Mikil tilhlökkun eftir morgundeginum þar sem við ætlum að taka á móti farþegunum með afríkskum stæl. Næsta stopp Mauritius... over and out
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2008 | 00:59
Addis Ababa - Kilimanjaro
Addis Ababa - Kilimanjaro
Stuttur flugtími en allt gengur eins og í lygasögu. Góður andi svífur yfir vötnum og flugvélin yfir eyðimörkum. Farþegarnir búnir að vera á fullu í skoðunarferðum og við að hlaða batteríin.
Kilimanjaro
Áttum góða stund saman eftir flugið og gengum senmma til náða
Morgunmatur, markaður og menningarferð og um kvöldið var snæddur ítalskur/indverskur/innlendur matur.....og smakkaðist vel
Gerum okkar besta til þess að koma fréttum áleiðis frá Afríku....gengur misjafnlega vel. Erum í brjáluðu programmi frá morgni til kvölds, látum heyra í okkur við fyrsta tækifæri!
Kwaherin (bless á Swahili)
.......Africa 1 Over and out.....
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 04:00
Funchal - Addis Ababa
Jumbo Jumbo.... mættum eld-snemma í pick up í Funchal og það litla sem við sáum var æði. Ætlum að koma hingað seinna í frí. Áttum góðan dag í vinnunni með okkar skemmtilegu farþegum. Eftir lendingu í Addis Ababa var allt gert klárt fyrir næsta legg og eftir það var farið upp á Hilton hótel og haldið upp á afmæli dagsins.
Erum full eftirvætningar að sjá hvað þessi borg hefur upp á að bjóða, eigum einn dag til þess að kanna þennan fyrsta áfangastað okkar í Afríku.
Næsta morgun voru allir úthvíldir eftir afmælisveislu gærkvöldins og lögðumst út í sólina og nutum hitans. Fórum síðan út að borða um kvöldið á local veitingastað og fengum að bragða á ýmsum réttum að eþíópískum venjum innfæddra við misgóðar undirtektir áhafnarinnar.
Það er frábært að fá kveðjur frá fjölskyldum okkar og félögum á Fróni, verið dugleg að senda kveðjur.....við viljum heyra frá ykkur. LU all over and out.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 21:38
New York - Funchal Madeira

New York Funchal
Jæja, þá er fyrsti leggurinn að baki og allt gekk frábærlega svo ekki sé meira sagt!
Farþegarnir æðislegir og það var heldur betur gaman hjá nokkrum þeirra þegar þeir sáu kunnugleg andlit úr okkar hópi sem höfðu fylgt þeim í gegnum fyrri reisur. Maturinn hjá kokkunum okkar Jóni og Val sló í gegn og fengum við æðislegt feed-back á bæði mat og þjónustu. Ekki var slakað á í eina mínutu, allir á tánum eins og vera ber. Lounge-inn okkar var fullsetinn og var mikil veitingahúsa stemmning sem myndaðist með batteríis teljósakertunum sem Jóna kom með. Erum í stuttri de-briefingu inni hjá Jenný - langur dagur að baki og langur dagur framundan. Eygló búin að stimpla sig inn og tók nokkra takta. Þið fáið að heyra meira frá okkur í Addis Ababa. Knús og kossar frá okkur öllum. Ps!! Klukkan orðin 24:00 og Lóní á afmæli höldum upp á það á morgun. .....over and out.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2008 | 01:20
Ferðin hafin.
Áhöfn FI-1454
Efri röð f.v: Garðar, Bjartmar, Arnar, Jenný, Íris, Ævar, Jón og Valur
Neðri röð f.v: Anna, Jóna, Lóní og Eygló
Þá er ferðalagið okkar hafið. Tókum í gær við flugvélinni okkar TF-FIA í Keflavík, sem var að koma úr sinni hringferð um heiminn. Urðum vitni að því þegar áhöfnin úr þeirri ferð gekk inn í komusal við dynjandi lófaklapp og ræðuhöld farþega. Greinilega búið að vera gaman!
Eldsneyti var sett á vélina, hún hreinsuð í kvelli og nýjum vistum snarað um borð. Ekkert mátti nú gleymast, enda mikið ferðalag framundan. Okkar verkefni að koma fólkinu á leiðarenda, New York. Fyrsti leggurinn á langri leið. Fín æfing fyrir það sem á eftir kemur..
Flugið til NY gekk eins og í sögu og gengu farþegarnir ánægðir frá borði eftir langan og strangan dag. Margir ætluðu beint í sólina til Flórída að slaka á.
Áhöfnin notaði svo daginn í NY til að versla og spóka sig í björtu en köldu veðri. Flugvélin okkar var á meðan tekin og þrifin hátt og lágt að utan sem innan.
Á morgun Þriðjudag, mæta síðan nýjir farþegar og fararstjórar um borð, og ferðin okkar til Afríku hefst fyrir alvöru. Leiðin okkar liggur um eftirfarandi staði:
Madeira - Addis Ababa í Eþíópíu - Tansaníu - Márítíus - Höfðaborg og Kruger Mpumalanga í S-Afríku - Victoria falls í zimbzbwe - Bamako í Mali - Marrakech í Marrokó og svo aftur til New York.
Verður fróðlegt að skoða alla þessa staði og örugglega margt að sjá og upplifa í þessari mögnuðu heimsálfu!
Meira seinna
Bestu kveðjur heim...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar