Ferðin hafin.

Áhöfn FI-1454

Áhöfn FI-1454 

Efri röð f.v: Garðar, Bjartmar, Arnar, Jenný, Íris, Ævar, Jón og Valur

Neðri röð f.v: Anna, Jóna, Lóní og Eygló

 

Þá er ferðalagið okkar hafið.  Tókum í gær við flugvélinni okkar TF-FIA í Keflavík, sem var að koma úr sinni hringferð um heiminn.  Urðum vitni að því þegar áhöfnin úr þeirri ferð gekk inn í komusal við dynjandi lófaklapp og ræðuhöld farþega.  Greinilega búið að vera gaman!

Eldsneyti var sett á vélina, hún hreinsuð í kvelli og nýjum vistum snarað um borð.  Ekkert mátti nú gleymast, enda mikið ferðalag framundan.  Okkar verkefni að koma fólkinu á leiðarenda, New York.  Fyrsti leggurinn á langri leið.  Fín æfing fyrir það sem á eftir kemur.. 

Flugið til NY gekk eins og í sögu og gengu farþegarnir ánægðir frá borði eftir langan og strangan dag.  Margir ætluðu beint í sólina til Flórída að slaka á.

Áhöfnin notaði svo daginn í NY til að versla og spóka sig í björtu en köldu veðri.  Flugvélin okkar var á meðan  tekin og þrifin hátt og lágt að utan sem innan.

Á morgun Þriðjudag, mæta síðan nýjir farþegar og fararstjórar um borð, og ferðin okkar til Afríku hefst fyrir alvöru.  Leiðin okkar liggur um eftirfarandi staði:

Madeira - Addis Ababa í Eþíópíu - Tansaníu - Márítíus - Höfðaborg og Kruger Mpumalanga  í S-Afríku - Victoria falls í zimbzbwe - Bamako í Mali - Marrakech í Marrokó og svo aftur til New York.

Afrikuferd75

Verður fróðlegt að skoða alla þessa staði og örugglega margt að sjá og upplifa í þessari mögnuðu heimsálfu!

Meira seinna

Bestu kveðjur heim...

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll

Gaman að hitta ykkur í gær og upplifa stemninguna hjá áhöfninni í New York. Njóttið þess þegar eftirvæntingin breytist í upplifun. Góðar kveðjur af línunni á meðan.

Gulli GUL

Gulli GUL (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:28

2 identicon

Jóna mín og þið öll; Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn - fylgist spennt með

kkv frá Bakkó 49

Guðbjörg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:29

3 identicon

Já góðan dag sko!

HAKUNA MATADA!

Erum við að tala saman eða hvað??   

Elsku Anna mín hugsa til ykkar á hverjum degi. Og Eygló, það á að skilja apana eftir í trjánnum!

Góða ferð og knúsipús allan hringinn,

Þóra Lind

Þóra Lind (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:28

4 identicon

Sæla elsku Jóna mín

Gaman að fá að fylgjast með þessu ferðalagi ykkar.  Það er ekki á hverjum degi sem slík tækifæri gefast.  Sé að þú ert í góðum félagsskap. Hlakka til að fylgjast með ykkur.

Gangi ykkur sem allra best.

Badda systir

Bjarndís Lárusdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.

Höfundur

Áhöfn FI -1454
Áhöfn FI -1454
Áhöfn FI-1454 á ferð um Afríku
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Afríkutúr 306
  • Afríkutúr 400
  • IMG_5136
  • Afríkutúr 290
  • afrika 08 1415

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband