7.3.2008 | 04:00
Funchal - Addis Ababa
Jumbo Jumbo.... mættum eld-snemma í pick up í Funchal og það litla sem við sáum var æði. Ætlum að koma hingað seinna í frí. Áttum góðan dag í vinnunni með okkar skemmtilegu farþegum. Eftir lendingu í Addis Ababa var allt gert klárt fyrir næsta legg og eftir það var farið upp á Hilton hótel og haldið upp á afmæli dagsins.
Erum full eftirvætningar að sjá hvað þessi borg hefur upp á að bjóða, eigum einn dag til þess að kanna þennan fyrsta áfangastað okkar í Afríku.
Næsta morgun voru allir úthvíldir eftir afmælisveislu gærkvöldins og lögðumst út í sólina og nutum hitans. Fórum síðan út að borða um kvöldið á local veitingastað og fengum að bragða á ýmsum réttum að eþíópískum venjum innfæddra við misgóðar undirtektir áhafnarinnar.
Það er frábært að fá kveðjur frá fjölskyldum okkar og félögum á Fróni, verið dugleg að senda kveðjur.....við viljum heyra frá ykkur. LU all over and out.
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, hó!
Ótrúlega er gaman að fá að fylgjast með Afríkuferðinni miklu :) ég væri svo til í að vera þarna með en sökum kviðstærðar gengur það víst ekki... nema þið viljið hafa eina með sem er OF flott, hehehe
Tristan er að spá í hvort Eygló geti keypt handa sér ljón, þar sem þú ert nú stödd í Afríku!!! Ég meina hvað er annað hægt að kaupa þar??? Enda er stráksi veikur og að eigin sögn vantar hann feld til að hlýja sér
Vonandi gengur ykkur vel! Knús á línuna. Kær kveðja úr snjókomuninni í Hafnarfirði, Sara & Co.
Sara Regins (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:22
Við erum í einhverju veseni með að komast í gestabókina þannig að við skiljum þetta eftir hérna.
Þetta eru stórýktar sögur af "andláti" þvottavélarinnar okkar í Jónsgeislanum, eins og fram er að koma í gestabókinni :-) Skúrum og skrúbbum eins og við eigum lífið að leysa. Ekki nema 10 strákar að koma í grill til Teits í kvöld þannig að það verður líf í Geislanum nema að það vantar ljósgeislann okkar "ÞIG" til okkar. Ástar og saknaðarkveðjur, njótið stundarinnar þarna úti það er ekki eins og að þetta séu staðir sem maður er að skutlast til undir eðlilegum kringumstæðum. Strákarnir þínir í Jónsgeisla Svenni & Teitur Páll, love you
Svenni & Teitur Páll (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 18:00
Hæ, hæ Anna

Systa frænka hringdi áðan. Ég var ekki farin að gefa mér tíma til að kíkja á bloggið ykkar, SORRY !!
Við komum heim á miðvikudagskvöldið síðasta og var ljónið (hálfur persi og hálfur norskur skógaköttur, gulur að lit) okkar mjög ánægður að fá okkur heim.
Mér skilst að Siggi stormur hafi spáð mjög ristjóttu veðri fram undir mánaðarmót svo ég stakk uppá að við mundum framlengja fram í miðjan apríl og taka þá skip heim, þá yrði kannski farið að hlýna !! Mummu leist mjög vel á það hjá mér þar sem Stjáni er víst búin að framl. fram í miðjan apríl.
Jæja ég vona að þú og þið öll hafir það sem best og njótið ferðarinnar. Þetta getur varla orðið neitt nema skemmtilegt hjá ykkur.
Viðar biður að heilsa
stórt knús frá okkur á klakanum
Gugga og Viðar Grindó
Guðbjörg Bjarna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.