12.3.2008 | 21:12
Dagar á Máritíus
Þá erum við komin til Máritíus loksins. Fyrir brottför frá Tansaníu höfðum við farið á markaðinn
í bænum okkar, sem heitir Arusha og náð okkur í múnderingu að hætti innfæddra.
Stelpurnar klæddar upp í fíneríis kjólum í öllum mögulegum litum ásamt höfuðskrauti og öðru
fíneríi. Þá var einnig búið að skreyta vélina að innan, hengja upp myndir oþh.
Strákarnir frammí fengu þennan fína bol og tóku þeir á móti farþegum þegar þeir gengu um borð..
![]()
Þá var haldið í loftið. Flugtak til austurs á stefnu til Máritíus. Þegar komið var í farflugshæð, var
borinn fram matur og brá Garðar sér í betri skóna og heilsaði upp á farþegana.. Komið inn til
Máritíus 4 tímum seinna, þessarar gullfallegu eldfjallaeyju.Máritíusbúar lifa aðallega á ferðamennsku, sykri, textílhönnun og annarri þjónustu. Fólkið brúnt
og vinalegt. Landið hlaut sjálsfstæði sitt frá bretum einmitt fyrir 40 árum í dag, en var áður búið að
vera undir frökkum og hollendingum.
Dagurinn í gær var notaður í rólegheitum á ströndinni á þessu annars glæsilega hóteli þar sem við búum. Hér er allt frítt.Allur matur og drykkur, sem að satt best að segja er ekki af verri endanum!Hér er golfvöllur inni á svæðinu, þetta fina gym, nudd af bestu sort og ströndin hvít og fín.
Í dag hófst svo dagurinn með siglingu. Fórum flest út með spíttara sem að geystist með okkur á fullri
ferð út með ströndinni. Það var byrjað á því að sigla með okkur út að Máritíus Titanic. þar fórst
skip árið 1902 en varð nú samt sem betur fer enginn mannskaði. því næst var skoðaður foss sem
að rennur niður gil eitt í eina víkina þar sem blandast saman ferskt vatn og sægrænn sjórinn.
Komumst að því þarna að við erum með nokkrar hetjur í okkar hópi sem hoppuðu fram af bjargi
ofan í hylinn, sumir með skelfingarsvip J Endaði svo í snorkli, þar sem að við gátum skoðað aðeinsfiskalífið, sem er ótrúlega fjölbreytt..
![]()
Undir kvöld fór svo hópurinn í kokteilboð til farþeganna okkar á öðru hóteli á eynni. Smá ræðuhöld
og svona, pinnamatur og tjatt við gengið okkar. Síðan komu þessar hreint út sagt flottu dansmeyjar
sem að tóku smá snúning fyrir okkur á ströndinni JRútan tekin upp á hóteið okkar aftur þegar að leið á kvöldið, og Eygló stjórnaði skemmtiatriðum
og spurningakeppni á leiðinni af einstöku öryggi JEn semsagt góðir dagar á Máritíus að baki, og flug framundan til Capetown í fyrramálið. Biðjum að heilsa heim, XOXO
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oj, þetta hljómar viðbjóðslega leiðinlegt allt saman. Jafnvel leiðinlegra en safaríferðin
Það er sko miklu skemmtilegra að vera á bókasafni heima á Íslandi að reyna draga BA-verkefni út úr rassinum á sér...BWAAAHH!
Kv. Majus
MDS (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:35
Samála síðasta ræðumanni Oj sól sjór og sandur. Hér er maður heima í þægindum að strauja fer svo að moka innkeyrsluna á eftir, bara hressandi.
kv. jói
jts (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:40
Hehe já díses hver vill vera þarna!!!
Flott hótel, synda í heitum sjó og snorkla og Eygló með skemmtiatriði! Við höfum þetta allt hér heima, hótel mamma, Laugardaslaug.... jaaa og Eygló skrapp smá
Finnst þetta dásamlegt ævintýri, njótið dagsins, Knús á línuna Saran.
Sara Regins (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:14
Oh þetta hljómar ekkert smá vel......sól og sandur....og við í snjónum...gaman gaman....Hafið það rosalega gott öll sömul...knús snús....Ingunn
Ingunn Péturs (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:31
Gaman gaman, frábærar myndir. Sérdeilis myndarlegur einn þessara hugrekku flugmanna sem stökk úr fossinum
Flottar freyjurnar allskyns skemmtilegum búningum.
Það er ekki þörf á að óska ykkur góðrar skemmtunar, ljóst er að þið eruð fullfær um að sjá um hana sjálf.
Knús frá frú Freknu & sonum
Agnes (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:54
Vildi bara kvitta fyrir mig. Þetta hljómar sko alls ekki neitt leiðinlegt hjá ykkur og gef ég hérmeð leyfi til að taka mig með næst!
Góða ferð og knúsiði nú hann Adda bróðir soldið frá litlu systur.
Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:10
Það er nú skárra að vera hér heima á Íslandi, renna sér á klaka-leyfunum og skemmta sér við að þrífa rykið bílnum, hlusta á upplífgandi fréttir um efnahagshrun og hækkandi bensínverð, þið vitið ekkert hverju þið eruð að missa af..... Þið eruð ekkert öfundsverð þarna úti...
Jæja, allavega reynið að njóta, ef eitthvað skemmtilegt gerist.. Addi, hér er allt í sóma með skyr og rjóma.. reyndar seldi ég flatskjáinn þinn, fyrir barnaföt.. en það er ekki eins og þú sért neitt að nota hann..
kveðja,
úr Barmahlíðinni....
Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.