Kruger Mpumalanga Dagar...

Kruger 

Þegar við komum á hótelið í Kruger fengum við öll á tilfinninguna að við værum komin á breskt sveitasetur. Við fengum öll mismunandi herbergi sem höfðu öll sín sérkenni. Allir vildu gera okkur sérlega til hæfis en útkoman var ekki alltaf eins og við hefðum kosið. Rafmagnsleysi og afríkönsk stemmning voru þar helstu áhrifavaldar. Þess vegna var ekkert blogg og engar færslur. Við nýttum tímann vel og fórum fyrri daginn í  fjórhjólasafarí sem allir fíluðu í tætlur. Eftir mikla útrás hjá hópnum endaði Anna úti í skógi ( eftir að reyna að stytta sér leið ) og Jenny fékk sér frítt tattú af púströrinu á fjórhjólinu.

 Sveitasetur

Seinni daginn lögðum við af stað kl. 5.00 um morguninn til að fara í Kruger National Park.  Dýrin vakna snemma og því betra að vera þá mættur á staðinn. Safarí jeppinn okkar var opinn í alla enda og vorum við því vel veðurbarin eftir ferðina, kúrðum undir teppum því ótrúlega var kalt í veðri. Samt tókst nokkrum okkar að fá sér lúr en aðrir áttu fullt í fangi með að hafa ofan af fyrir bílstjóranum og Íris þurfti að klára fínu peysuna sem hún var að prjóna. Fengum góða fræðslu hjá fararstjóranum okkar  bæði í sambandi við dýrin og gróður. Hann sýndi okkur sérstaklega afríkönsku Amarula plöntuna sem líkjörinn góði kemur úr. Heldum heim á sveitasetrið köld, sæl og svöng. Kvöldið endaði með góðri máltíð og sætum svefni. Over and out.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá frekari ferðasögu. Greinilega langt síðan þið vorum í almennilegu tölvusambandi.  Hlakka til að fá myndir frá Kruger, Victoria Falls og Mamako...

Páskakveðja

Agnes, Bergur og Trausti 

Agnes (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.

Höfundur

Áhöfn FI -1454
Áhöfn FI -1454
Áhöfn FI-1454 á ferð um Afríku
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Afríkutúr 306
  • Afríkutúr 400
  • IMG_5136
  • Afríkutúr 290
  • afrika 08 1415

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband