22.3.2008 | 11:15
Victoria Falls - Zimbabwe
Lentum í Victoria Falls í blíðskaparveðri. Á aðflugskortunum er varað við villidýrum á brautinni. Hér hefur ekki lent þota af þessari stærð áður og vorum við því nokkurskonar tilraunardýr á staðnum. Aðeins var til einn stigi og þegar önnur vél renndi í hlað var okkar stigi tekinn og við skilin eftir um borð í klukkutíma sem eru afrískar 10 mínútur.
Tollurinn þurfti allskonar pappíra og rukkaði 2500 kr. á haus til að komast inn í landið. Tollarinn spurði: Er klám í töskunni? Er tölva í töskunni? Er myndavél í töskunni? Hvar ertu með peningana? Að lokum komumst við í gegnum tollinn en ekki leið á löngu þar til við vorum stoppuð af vegalögreglunni!
Elephant Hill Resort hótelið heilsaði með öpum í garðinum og villsvínum á beit. Varað var við þjófótt um öpum sem eiga það til að koma í heimsókn í gegnum svaladyr.
Sólarlagið séð frá hótelinu með fossana í forgrunn og sléttur Zimbabwe í bakgrunn er Afríka fyrir okkur.
Skoðunarferð að Victoria Falls næsta morgun var eftirminnileg. Kraftur fossanna var hreint magnaður og jörðin titraði við að 55 milljón tonn runnu framhjá á hverri mínútu. Einstakt að standa þarna í steypiregni, glaðasólskini og 50stiga hita á þessum sögufræga stað.
Stutt stopp var síðan gert á markaðnum. Við fengum tilboð í Koogley (Eygló) fyrir 9 kýrgildi þó að markaðvirði væri aðeins 7! Maðurinn treysti sér ekki í viðskiptin vegna yfirvofandi rekstrarkostnaðar.
Farinn var sérstakur leiðangur út á völl til að semja um kaup á eldsneyti sem fyrirfram var vitað að ekki var fáanlegt á staðnum. En viti menn snillingarnir okkar komu til baka með alla vasa tóma en fulla vél af eldsneyti þar sem allt er falt fyrir peninga í Zimbabwe.
(Zimbabwe = steinahús...... en ætti að vera Zimbabwe = peningaplokk)
Á sama tíma voru stelpurnar okkar komnar í færibandar vinnu með kokkunum í eldhúsinu á hótelinu að græja bakkana fyrir næsta flug og hefur slíkur vinnuhraði aldrei sést í Afríku.
Jambo ! Jambo ! ........ Over and out
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, hæ
langaði bara að óska ykkur gleðilegra páska og góðrar skemmtunar.
bkv
amý
amý (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:38
Hæhæ elsku besta Jóna frænka. hlakka til að sjá þig aftur
flottar myndir af þér og dýrunum knús og
kveðja agla bríet og andri snær
Agla Bríet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:03
Hæ öll...
Þetta líst mér vel á, villidýr á aðflugsbraut og apar og villisvín í hótelgarði...Þetta er ævintýri í lagi!! Knús til ykkar allra...Eygló mig hlakkar til að sjá þig og heyra allar sögurnar
Knús og kossar
Ingunn P
Ingunn Péturs (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.