Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Velkomin !!
Velkomin heim! Þið komuð með birtuna með ykkur. Takk fyrir það og takk fyrir að fá að upplifa ævintýrið með ykkur. Moggi og skyr.....Verði ykkur að góðu. Knús Turillan
Þóra Lind (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 28. mars 2008
Góða ferð, góða ferð, góða ferð!
Góða ferð heim á eftir! Frábært að hafa getað fylgt farþegunum alla leið til NY :) Búið að vera rosa gaman að fylgjast með ykkar stórkostlega ævintýri! Áhöfn 9ww1 óskar ykkur góðrar heimkomu!! Kv,Gurrý
Gurrý Matt (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008
Elsku Glóan okkar
Langaði bara að senda þér síðbúið páskaknús úr G5. Við höfðum það fínt um páskana, vorum í matarboðum og svo miklu páskaeggjaáti að ég skelf núna í fráhvarfi. Hjalti og Sóley biðja að heilsa og líka nýja besta vinkona Sóleyjar, kanínan mjúka sem þú gafst henni. Hún sefur ekki án hennar. Kanínan hefur fengið nafnið Gló megamagnaða. Njótið nú öll síðustu daganna og ég vil Glóuna heim tanaða í drasl í hlýrabol og með glært hár...Seeellfoss! Kv. Majulína
MDS (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008
Góða ferð heim
Lokaspretturinn er ógleymanlegur, njótið hans. Frábært að fylgjast með ykkur rúlla upp Afríku. Við í 9ww2 óskum ykkur góðrar heimkomu. Björg
Björg Jónasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
hæ elsku Nonni minn
hæ Nonni minn nú er þetta að vera búið .Við bíðum spennt eftir að þú kemur heim ,Anton er allur að koma til hann var hitalaus í dag en er mjög slappur ennþá hlakka til að sjá þig elska þig þín sússa
súsanna Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Til Jónu
það er búið að vera rosalega gaman að fá að fylgjast með ykkur í þessari ferð ,gaman að sjá hvað þið lifið ykkur inn í þetta með litríkum búningum og öðru tilheyrandi. Á eftir að skoða fleiri myndir þegar þú kemur heim.Njótið fram til síðasta dags því nú er úti ævintýri. Það verður gott að fá þig á klakann aftur Jóna mín .það biðja allir að heilsa að heiman.
Anna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Elsku Írisog þið öll
Nú fer ævintýrinu ykkar að ljúka. Frábært að hafa fengið að fylgjast með ykkur. Góða ferð heim og góða heikomu kv. Gaggý frænka
RBR (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Til Eyglóar
hæ þetta er Tristan kemur ljónið með til Íslands á morgun? kveðja Tristan Alex
Tristan Alex (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Til Önnu
Hæ elsku dúlla. Ekkert smá gaman að fylgjast með þessu ævintýri ykkar. Við erum að fara heim til Íslands annað kvöld, svo það verður gaman hjá okkur og nóg að gera framundan. Hlakka til að sjá þig heima:) p.s. búin að kaupa Manchego ost, vona þetta sé sá rétti:) Kveðja Perla
Perla (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Góðan daginn Pippi-ar og Skipper-ar
Hvílíkt ferðalag á ykkur. Stórkostleg upplifun greinilega af fríðum augum ykkar að dæma. En hvernig er það, þurfið þið ekki að fara að kaupa ykkur e-ð? Jóna mín, hvar er markaðsstemmningin? Sýnist þið bara ekkert hafa stutt efnahag Afríku.....lol.. ;) Talandi um nýja búninga Icelandair, syldi Steinunn vita af þessu.. Mæli með þessum glæsilegu múnderingum á allan flotann. Þvílík dásamleg litagleði! Hlakka til að heyra ferðasögurnar í góðu tómi. Ykkar vinkona og ferðafélagi í anda, Þóra Lind
Þóra Lind (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Hæ elsku öll
Frábært að fá að fylgjast með ykkur meiriháttar myndir njótið ykkar í botn knús og kossar. Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008
Elsku Garðar minn
Loksins sér fyrir endann á þessari löööngu ferð. Niðurtalningin gekk hægt til að byrja með en er nú loks farin að skila árangri:) Það verður gott og gaman að fá þig heim. Góða ferð og vonandi gengur allt vel það sem eftir er. Ástarkveðjur, Valgerður
Valgerður (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008
Hæ Íris mín
Hæ elsku frænka og gleðilega páska! Gaman að fylgjast með ykkur á síðunni og skoða myndirnar, ekki laust við öfund hér á bæ. Sæki tölvuna hennar Lönu á morgun og þú lætur mig kannski vita með hverjum ég get komið henni út á völl. Knús og kossar frá NYC, Ágústa og co
Ágústa (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008
Orlandofararnir
Hæ Jóna mín, gaman að heyra í þér í gær. Hérna er allt gott að frétta fórum í íslenskt páskalamb í gær hjá Magga & Lindu algjör snilld. Flottar myndirnar hjá ykkur þetta eflaust þvílíkt upplifun. Erum að fara að kíkja á rúntinn.... ég og Otto ætlum síðan á æfingarsvæðið á eftir. Búnir að spila 3 x 18 holu hringi hérna algjör snilld. Jæja elskan biðjum að heilsa knús & kossar, Svenni & the newlyweeds :-)
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008
Elsku Jóna,Jenný og co
Gleðilega páska! Héðan er allt gott að frétta allir við bestu heilsu að undanskildu egglosinu... whatever, smá grín hahaha...Fórum í mat til Maju á páskadag í svaka fínan kalkún. Sig kíkti hér á laugardag í pizzu og rauðvín, Bjarmi kom og náði í hana, lagðist í sófann og sofnaði einsog fleiri hafa gert.. Elín Rut er komin til Hong Kong og verður þar til 7 apríl, ætlar að halda uppá afmælið sitt með vinum sínum. Fylgist með Jónsgeislanum, var næstum búin að keyra á um daginn. Myndirnar eru frábærar hjá ykkur, þetta hlýtur að vera alveg meiriháttar ferð. Hlakka til að sjá ykkur, kossar og knús og saknaðarkveðjur, love Íris, Zara Rún og Óli skæruliði biðja að heilsa XXXXXXXXXXXX
Iris Hreinsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008
Hæ Lóni
Það er búið að vera frábært að fylgjast með ykkur og skoða allar myndirnar á þessari netsíðu. Þetta er algjör draumaferð hjá ykkur. Óskum þér góðrar ferðar og ennþá betri heimkomu. Hlökkum til að sjá þig bráðlega. Besta kveðja úr Kópavoginum. Margret og Arnór
Arnór H Arnórsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008
Tinna Þórðardóttir
Vildi kvitta fyrir mig Jóna mín. Vona að þú hafir það gott love Tinna frænka:)
Tinna Þórðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Anna okkar!
Anna mín erum hér í Hofakrinum ég mamma þín er búin að vera hálfslöpp um páskana vorum boðin íkalkún í Baugakór í gærkvöldi en við förum ekki enn ef þú getur látið mig hafa símanúmer hjá þér eða eitthvað þyrfti að hafa samband við þig en það er ekkert alvarlegt.Gleðilega páska öll saman
Mamma og Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Eygló
Blessuð Eygló og gleðilega páska. Frábært að fylgjast með ferðalaginu hjá ykkur, þú átt sjálfsagt eftir að lifa lengi á þessu, maður bara öfundar ykkur. Hér flestir í flensu og lítill áhugi á súkkulaði, en á von á mömmu þinni í mat á eftir. Njóttu restarinnar af ferðinni og farðu vel með þig. Bestu kv. úr firðinum Björk
Björk Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Páskar á klakanum, laukarnir þora ekki að kíkja upp..
Vá maður skreppur aðeins frá og þið gerið ALLT á meðan! Ofsalega er gaman að fylgjast með ykkur. Héðan er það að frétta að öndin er frosin í fjörunni, krókusarnir þora ekki upp úr moldinni af hræðslu við kuldabola og ofnarnir komnir á fullt innandyra. Líka bakarofninn bara svona rétt til að fá örlitla hlýju í hús. Heimtaði að krakkarnir leituðu að páskaeggjunum sínum úti og spilltir ormarnir sögðust þá hættir að borða súkkulaði. Punktur og pasta sagði Thelman og snéri upp á sig. ooooooooohvaðokkurlangaríhitanntilykkar. Jæja, hætta þessu kvarti og skella sér undir loðfedinn aftur. Hlakka voða til að sjá ykkur elsku Anna mín og Góin fríða :) Kossar og knús á hele gruppan. Turillan in sö beach house :)
Þóra Lind (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Elsku Íris og þið öll
Gleðilega páska,hafið það sem allra best kær kveðja RBR
RBR (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Eygló
Hæ, hæ Eygló mín greinilegt að ævintýrið heldur áfram hjá ykkur :o) það er líka alltaf sama stuðið hér á Íslandinu góða, ligg með hor í nös í páskafríinu, jibbí jeij bið að heilsa í bili kv Guðný
Guðný (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Elsku Anna systir
Gleðilega páska elsku Anna mín. Skemmtilegt að heyra um viðskiptahætti í Afríku hehe. Þið virðist vera búin að skemmta ykkur konunglega og skoða margt og það er búið að vera gaman að fylgjast með. Hlakka til að sjá fleiri myndir og hlakka svo auðvitað til að sjá þig ;) Páskakveðja til allra, Ása Gunnur.
Ása Gunnur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Jóna mín
Hææ elskan gleðilega páska til ykkar allra héðan frá Orlando. það er mjög gaman hjá okkur búnir að spila golf, þræða búðirnar, heimsækja alla landa okkar á svæðinu og allir biðja að heilsa, Fer mjög vel um okkur hérna. Erum að fara á Cheesecake factory að borða á eftir 20 saman. Bið að heilsa í bili. Love Svenni.
Svenni & Teitur Páll (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Gleðilega páska!
Hæ öll! Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska. Vonandi hafið þið það sem allra best. Kær kveðja Sara & Co.
Sara Regins (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Elsku Anna okkar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska Anna mín. Við höfum haft mjög gaman að fylgjast með ykkur í ævintýraferðinni ykkar. Hlökkum til að sjá þig. Kveðja, Mamma og Pabbi.
Guðný Jóna Ásmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Anna
Hæ elsku Anna ég sé að þið hafið það dúndur gott og gaman í þessari ferð, ætla rétt að vona að þú hafir bókað hótel fyrir okkur á Máritus bráðlega. En ég hitti nöfnu mína og fyrrum nágranna sem er jú líka mamma þín, og við erum að plana rauðvínskvöld eins fljótt og hægt er. Hafðu það sem allra best og þið hin líka. kveðjur og kossar Guðný Rut
Guðný Rut Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Anna
Hæ elsku Anna. Elsku Anna. Hjalti biður fyrir ástarkveðjum til þín, hann kom til okkar á fimmtudagsnótt úr partýi. Búin að lesa allt sem þið hafið gert og snilld að hafa myndir meðl. Þvílíkt ævintýri. Hafið það sem allra best og kveðjur til ykkar allra. Stefán og Sigrún
Stefan sig (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Hæ elsku Jenný mín
Mikið var gott að fá skilaboð frá þér í dag var farinn að halda að Tarzan hefði stolið þér. Við krakkarnir ætlum út að borða í kvöld en verðum hjá Step og Beb annað kvöld páskadag. Fariði varlega þarna í Zimba... kannast við mig þar, og láttu fjórhjólin eiga sig. ps. loksins búinn að strauja allt. Love you Jó
Jói (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
hæ pabbi
hæ pabbi ég er búinn að vera mjög veikur í nótt við mamma sváfum ekkert í nótt því að mér leið svo illa en eftir að mamma var búinn að koma 10 sinum inn til mín fór ég uppí rúm til hennar og hún strauk á mér bakið og við sofnuð kl.7 í morgun og mamma fór vinna kl.9 elska þig rosalega mikið þinn Anton þór
Súsanna Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Eygló
Hæ Eygló, Það var gaman að koma heim á þriðjudagskvöldið og fá póstkortið frá Tanzaníu og læra að auki eitt orð í swahili. Takk fyrir. Ég sé að þetta er mikil ævintýraferð og margt að sjá og skoða. Kær kveðja og gleðilega páska. Heiðar
Heiðar (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Valur.
Þá er ég komin heim frá Danmörku, vantaði sko hitapokann þar vorum alveg að krókna úr kulda. Það er nánast allt að verða tilbúið fyrir ferminguna nema á eftir að klára að baka kransakökuna og marsipantertuna, hehe, en það hlýtur að gerast núna um páskana. Hlakka til að fá þig heim, strákarnir bíða spenntir eftir því að þú komir. Biðjum að heilsa í bili og sjáumst hress þegar þú kemur heim. Kveðja Maja og strákarnir
Maja (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
frá Norðurpólnum
elsku áhöfn, mikið er gaman að sjá myndirnar ykkar: köttur, klukka, hreindýr, svín og endur...eins og segir í kvæðinu. Mímir minn er búinn að biðja um svona mörgæs þegar hamsturinn fer til himna. Hér á Norðurpólnum er ég búin að vera í prívat vínsmökkun í dimbilvikunni, kardóní kemur illa út svona norðarlega Nonni, drakk CAPE í virðingu við ykkur. Svakalega kæmi sterkt inn að fá tyggjó með Amarúlabragði Anna !!!!!! Passiði ykkur nú að fá ekki í magann í Mali. Sá tófu á Skálavíkurheiðinni í fyrradag.......en það hefur auðvitað enginn áhuga á því í Afríku !!!!!! Kveðja frá Baffinslandi 3.....Dillfríður
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008
Til Önnu
Jæja hvernig er lifið heimi blökkumanna? Og gleðilega paska og njottu lifsins. Frabært að fylgjast með ykkur, bið heilsa öllu crewinu.Kveðja Stefan og Sigrun.
Stefan Sig (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. mars 2008
páskakveðjur
elsku Íris og áhöfn, er hér í Norge hjá familien, allt á kafi í snjó,vorum að skoða myndaalbúmið hjá ykkur, vildum að við værum komin í þetta æðislega umhverfi sem þið eruð í.Saknaðakveðja Erla Magga
erla magga (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. mars 2008
Hæ hó, dúllurnar mínar allar
Kossar og hlýja til ykkar. Brynja (BRN)
Brynja Nordquist (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
hæ elsku Nonni minn
hæ elsku Nonni her er allt gott að fretta mamma þín og pabbi eru kominn heim alsæl og glöð en sakna Nonna sin.búinn að gera mömmu og stelpurnar fínar fyrir ferminguna stór pakki búinn yes yes yes. bið að heilsa öllum sakna þín mjög mikið hlakka til að fá knús og kossa þín sússa
Súsanna Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Neits
Það er sko bara ekkert svona vont veður hérna ! Engin snjókoma, samt ekkert spes. Love you to pieces mamma! Jórunn
Jórunn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Eygló
Sæl dóttir.Ég sakna þín. Ég hef reynt að senda sms til þín/Jenný Bára er flutt að sjónum við Kópavoginn.. hún biður að heilsa þér, henni líður þokkalega.
björg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Elsku Jennsla
Hef ekki grænan hvar þú ert í Afríku en greinilega sambandslaus.Vonandi gengur allt vel. Heima er allt í sómanum frábært páskaveður komið, norðan 15 til 20 smá snjókoma og -5. Sakna þín aðeins meira en venjulega love Jói.
joi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Élsku Jóna okkar ......
mikið er gott að heyra loksins eitthað frá ykkur mér var ekki farið að standa á sama, æi þettað með æfingarnar hjá fílunum og svona en gott að samband er komið á heyrumst síðar hafið það gott og gleðilega páskahátíð kkv G &G á Bakkó
Guðbjörg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Skál Valur
Yes very nice , Fáðu þér 1 kaldan fyrir mig. kv:Gulli og co
Gulli (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
dúllurnar mínar
Er ein af þeim sem að náðu ekki í morgunkaffi til Bjargar. Er á Florida í fríi með fjölskyldunni. Fylgist með ferðum ykkar daglega, greinilega erfitt tölvusamaband. Hlakka til að sjá meira. veit að þið eruð að njóta ykkar í botn og að gera ferðina ógleymanlega fyrir farþegana ykkar. kossar og knús Vilborg
Vilborg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. mars 2008
Elsku Jóna og Jenný!
Rosalega var gaman að heyra í ykkur um daginn, stuðpinnarnir ykkar! Er komin í páskafrí, byrjaði í dag, fór með krakkaormana í bíó, sáum Spiderwick..æðislega skemmtileg. Kíktum svo aðeins í Kringluna. Já eignaðist litla frænku í Englandi í gær, önnur stelpan hennar Ásdísar Evu, var komin 12d yfir. Árni gefur mér frí í sumar jeh. Love you big time and miss you like crazy!! Íris
Iris Hreinsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
Jóna mín
Hæ elskan, já ég lenti bara óvænt í brúðkaupsferð til Flórída með Rut & Ottó :-) En þar með er ekki öll sagan sögð hvorki taskan mín né golfsettið kom með vélinni, fór eitthvað annað NY/BOS/MSP ekki komið ennþá þannig að maður labbar bara hús úr húsi þangað til ég finn einhvern sem getur lánað mér föt.... Annars er mjög fínt húsið og veðrið er 80-87°F og sól snilld. Búnir að strauja einhverjar golfbúðir og hitt og þetta en verðum að bíða aðeins með að komast í golf. Jæja elskan þetta er gott í bili, vonast ril að fara að heyra frá þér alltaf sambandslaust, það biðja allir að heilsa. Love Svenni & the newlyweeds :-)
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
Kveðja frá Cape Town
Sæl elskurnar, Mikið var yndislegt að hitta ykkur öll hér í Cape Town, saknaði ykkar þegar þið voruð farin..... Vonandi hefur ekki rignt mikið á ykkur í Kruger, fréttum af miklu regni þar upprfrá undanfarna daga. Ullarhnoðrarnir voru ekki komnir í gær, ætla að ath aftur á morgun. Annars tek ég þá bara heim í Júní Hvernig er það voru ekki teknar fleiri myndir? Bestu kveðjur frá okkur hér á syðsta odda, xxx Ruth og Co
Ruth Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
Lóní
Sael elsku systir. Sitjum hér í gódu yfirlaeti á Kanarí. Vedrid alveg frábaert. Ollum lídur vel og bestu kvedjur hédan frá okkur. Anna Lísa og co. Mamma og pabbi bidja líka ad heilsa.
Anna Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
Anna okkar
Hæ elsku Anna, gaman að fylgjast með ykkur, en erum samt farnar að sakna þess að heyra ekki og sjá meira þessa dagana. Sambandslaust kannski?! Getur komið fyrir. Hér er veður fínt, páskar framundan og U-ið tilbúið á línuna með nýja systeminu. Hittust í morgunkaffi hjá Björgu í morgun við stelpurnar úr ferð nr. 2 og helmingurinn úr ferð nr. 1 Voða gaman. Bara vika eftir hjá ykkur, líður alltof hratt. Hlökkum til að sjá þig. kv. Sigga Toll og Þóra Stef. p.s. kysstu Eygló frá mér. set
SET og TST (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
hæ pabi
er til gírahjól í afrígu ertil líka stantari. fið erum búin að kaupa páskaegg. mit er hávaksið gfernig er þit páskaegg.þeta var tómas sem skrifaði þeta.
Valgerður (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008
Hæ elsku Jóna
Ég er farin að halda að ykkur leiðist þarna..... eða þannig. Þetta er sannkallað ævintýri, njótið þess í botn. Það biðja allir að heilsa, Óskar, Kiddi, Lalli, Tinna og Óskar Leon. Páskakveðja Badda systir
Bjarndís Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008
Brúðkaupsferð
Já Jóna mín nú er Svenni bara á leiðinni í brúðkaupsferð ekki sína eigin að vísu en við Ottó létum pússa okkur saman í morgun í Laugarneskirkju og erum svo bara að fara að leggja í hann. love Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008
Jóna
Jæja nú er bara verið að klára að setja niður í töskur,voða gaman ég ætla sð skrifa þér smá áður en við förum í loftið á morgun þú verður að reyna að kíkja sem fyrst á morgun kkv.Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
elsku ´´Iris og þið öll
Æðislegt að fylgjast með ykkur í þessari ævintýraferð. Farið varlega í safaríferðinni....... Kær kveðja Ragnheiður Bryn.
Ragnheiður (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Elsku amma Íris
Hæ elsku amma Íris takk fyrir kortið, knús og kyss kyss. Elsku amma ég sakna þín svo mikið ertu ekki að fara að koma heim? knús Lana Björk
Inga og fjölskylda (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Hæ Jóna systir
Frábærar myndir, þið eruð flottastar!!!Afríka virðist hafa ýmislegt upp á að bjóða,Sendi ykkur páskakveðjur héðan að heiman og hafið það sem allra best.
Anna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Hæ mamma
Bara að segja hæ, ótrúlega flottar myndir, nú langar mig að kíkja til Afríku! Allt gott að frétta héðan, komin í langrþráða fríið mitt !!! En þarf að nota það í að læra og taka til, haha. Jórunn
Jórunn (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Hæ Jóna mín
Hæ elskan frábærar myndir frá Cape Town og eflaust gaman að hitta Rut & Kolla. Jæja nú styttist í að við förum til Flórida vorum að fá fréttir þaðan og það er svipað veður og hjá ykkur 30° og sól. Það verður aldeilis spilað golf þar úti. Það söknuðu þín allir í fermingunni í gær, mjög flott hjá Unni & Steina og góður matur. Ég og Teitur fórum svo í mat til Önnu og Tóta í gærkvöld, þannig að allir voru frekar stuffaðir í gærkvöldi. Heyri í þér vonandi seinna í dag. Ástar & saknaðarkveðjur Svenni :->
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
ANTM
Vaaaaáá, flottar myndir frá Mauritius. Eygló! Tyra Banks hringdi...þú sleppur við prufurnar.....ferð beint í þáttinn! Kv. Maja
MDS (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Hæ pabbi
Hæ pabbi gaman að sja myndirnar af þer sakna þin rosalega mikið mamma getur ekki sofið ein en eg er að reyna að kenna henni það en það gengur illa hlakka til að sja þig .þinn Anton þor
Anton Þor Jonsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
til elsku Nonna mins
Hæ elsku Nonni minn það er gaman að sja hvað allt gengur vel og að öllum liður vel .sakna þin mikið kveðja sussa
Susanna Gunnarsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
Eygló
Takk fyrir að hringja heim dótla - Flott veður og skíðafæri í Bláfjöllum í dag - mér tókst að keyra jeppanum hressilega útaf þar og þurfti stóra rútu til að toga mig upp á veg aftur! Það er svona að vera að góna :-) Vildi nú samt helst vera þarna í Afríku með þér... ma
Björg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
Hæ pabbi (Garðar)
Hæ hæ pabbiþað er örugglega búið að vera gaman hjá þér það eru flottar myndirnar úr dýragarðinum líka strúturinn og mörgæsin;)Við söknum þín mikið og það er leiðinlegt að þú sért ekki á páskunum:( kv Andrea
andrea (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
Sjórinn á Máritíus
Eigum við eitthvað að ræða litinn á sjónum á Máritíus.... eins og ein vinkona mín sagði (í Bostonverkefninu um áramótin hjá okkur Önnu hér um árið) þá er sjórinn eins og bombay gin á litinn... say no more :) Hafið það sem best, knús á línuna, Sara
Sara Regins (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
Jenný okkar
kær kveðja tíl þín frá mér þvílíkt æfintíri hjá ykkur og flottar myndir hlakka til að sjá þig Gústa og Dunna
ád (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008
kærar kveðjur.
Elsku Íris, takk fyrir kveðjuna,finnst eins og þú sért´búin að vera margar vikur að heiman þín er sárlega saknað gott að heyra að allt gengur vel. Héðan er allt gott að frétt. bið að heilsa öllum í áhöfninni. knús og koss þín vink. Erla M
erla magga (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
Jenný!!!
Hæ elsku Jenný, hér erum við búin að innbyrða frabæran mat hjá Jóa þínum...mínum, og bara æðislegt að vanda!. Rosalega hlýtur að vera gaman hjá þér, mig vantar einmitt eitthvað fjölmenningarlegt í nýju vinnuna mína þú veist en hér eru skilaboð frá utangarðsmanni. kveðja Helga, Unna, Helga Sóley, Dísa! Heil og sæl, varaformaður! Ákveðið hefur verið að næsti stórfundur verði í Hólminum þann 10. maí nk. (í tilefni dagsins!!!) Kv. Formaðurinn og nýgræðingurinn.
hms (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
Anna Sálaraðdándi nr.1
Anna mín. Þín var sártsaknað á sálartónleikunum í gær. Meiriháttar gaman. Þeir sem sátu uppi í stúku voru á tónleikum en þeir sem voru niðri á gólfinu voru á sveitaballi og þar var stuðið. Hafið það sem allra best. Kv Magga Einars
Margrét Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
Ekki beint leiðinlegt hjá ykkur þarna úti í heimi......
æðislegt að fá svona myndir, keep on sending Jóna mín, þú veist ég sit bara við - fallegt hjá mér hérna við sjóinn en aðeins of kalt til að fara að svamla eða þannig sko.... - skemmtið ykkur vel á Góðravonarhöfða, kkv g sv
Guðbjörg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
eygló
hér allt við það sama. Bára biður að heilsa og allir - ma
björg (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
Móðir góð og allir hinir..
Það er ekki annað hægt en að öfunda ykkur eftir að hafa skoðað þessar myndir.. Ykkur leiðist greinilega ekkert í þessari ævintýraferð! Arnar Gauti á leiðinni í skíðafrí á morgun, Lana Björk, Guðmundur Pétur og Birkir öll að gista í nótt svo það er nóg um að vera:) Hafið það æðislega gott það sem eftir er af ferðinni, koss og knúsar, Kv. Lana Íris
Lana Íris Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008
Iceland calling-kæru öll
Við í fremra eldhúsi á FI 1452 erum í G og T hjá BJ á leið á Sálartónleikana. Gaman að fylgjast með Afríku rallinu og gott hvað gengur vel. Skál til lífs og til gleði BJ-SET-AMO Þau sem heima sitja af FI 1452 biðja líka að heilsa
Björg Jónasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008
Hvar er draumurinn?
Elsku Anna mín, ég skal skila kveðju til Sálarinnar í kvöld frá þér elskan mín!! Góða skemmtun áfram!! Þú kannski skilar kveðju til hinna í áhöfninni frá mér ;) kveðja, Gurrý GRM
Gurrý Matt (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008
Kæri Arnar
Þetta er aldeilis ævintýraferð hjá ykkur! Allt gengur sinn vanagang hér í Hlíðunum. Uppáhaldsfrænkan þín, Þórunn Bríet, er voðalega þæg og yndisleg og stækkar svo hratt að fyrsti útigallinn hennar er orðinn of lítill! Pottablómið þitt dafnar vel, það ætti að vera á lífi þegar þú kemur heim. Góða skemmtun! Halla, Kjartan og Tóta Brí
Halla (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008
kær kveðja til ykkar allra !
- gaman að fylgjast með ykkur - hafið það sem allra best - hér er alveg að koma vor...held ég - samt skíðafæri í fjöllunum, ekki hægt að hafa það betra !frábært að skoða myndirnar og lesa ferðasöguna - bestu kveðjur og hafið það frábært !(extra knús til Lóni og Önnu'við Axel og Unnur Guðný erum að safna kampavíni !!!) Gunnur Stella
Gunnur Stella (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008
Eygló & Co
Hæ sætan þín! Takk fyrir smsið :) það var sko mikið hlegið! Við Tristan og Lana komum í heimsókn hingað á hverjum degi. Lana skilur ekkert af hverju ég fór ekki með ykkur!!! Héðan er allt gott að frétta. Rykið að setjast og við búin að koma okkur nokkuð vel fyrir í nýja húsinu. Tvíbbakúlan heldur alltaf áfama að stækka enda voru þessar elskur ornar 10 merkur sl fim þannig að við stefnum áfram ótrauð á 13 og 14 merkur. Annars er búið að ákveða dag 14. apríl ef þau verða ekki komin fyrir þann tíma. Ég var búin að lofa að halda í mér þangað til þú kæmir heim og stend við það!! Knús og kossar á alla, Sara.
Sara Regins (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008
Elsku þið öll!
jiiii hvað þetta eru eitthvað ömurlegir staðir sem þið hafið verið á og þið eitthvað svo föl og ekki mikið fyrir augað...!! knúzzzzzzz
Guðrún Fríður Hansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008
Elsku Jóna
Takk fyrir fermingarkveðjurnar. Líkt þér að muna eftir okkur hér heima á klakanum. Þetta gekk allt vel og dagurinn var yndislegur. Við fylgjumst með þér og ykkur öllum, hlakka til að heyra frá þér þegar þú kemur heim aftur. En á meðan, bara að skemmta sér vel og njóta líðandi stundar. Knús og kossar til allra, Habbý og Hildur Ester.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008
Jóna mín
Hæ elskan, sá að þú varst að senda mér skilaboð í kvöld en ég var á fundi. Þetta er ekkert smá flottar myndir, umhverfi og ferðir sem þið hafið verið að fara í, eitthvað sem maður verður að upplifa í botn. Ertu til í að bóka herbergi kannski í júní fyrir okkur eða það gæti kannski verið of heitt þá :-) !!! Það er allt í góðum gír hérna nema að við erum hættir að komast inní þvottaherbergið fyrir einhverju dóti sem er þar fyrir innan, held að það sé þvottur....hahahaha. Jæja próf á föstudagsmorgun þú kannski spjallar við einhverja "gúrúa" í Cape Town og biður þá að hálpa mér ;-þ Jæja fer líka að styttast í USA-ferðina, vona að allt gangi upp þar. Jæja bið að heilsa öllum, njótið ykkar í Cape Town. Ástarkveðjur úr Jónsgeisla 3.
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008
Elsku Jenný
Frábærar myndir!! Það er greinilega ekki leiðinlegt hjá ykkur. Munið bara að njóta líðandi stundar. Gunnar heyrði aðeins í Jóa, hann var sveittur á strauboltanum .. nýbúin að skúra og gefa börnunum að borða. Greinilegt að allt gengur vel á Haukalindinni. Söknum þín Jenný mín og gangi ykkur sem allra best. Skilaðu kveðju og kossi til allra hinna. Sollý Sys
Sollý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. mars 2008
Elsku Jenný
Frábærar myndir!! Það er greinilega ekki leiðinlegt hjá ykkur. Munið bara að njóta líðandi stundar. Gunnar heyrði aðeins í Jóa, hann var sveittur á strauboltanum .. nýbúin að skúra og gefa börnunum að borða. Greinilegt að allt gengur vel á Haukalindinni. Söknum þín Jenný mín og gangi ykkur sem allra best. Skilaðu kveðju og kossi til allra hinna. Sollý Sys
Sollý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. mars 2008
Elsku Glóan mín....
Það er frábært að fá að fylgjast með svaðilförum ykkar um Afríku! Hér á Fróni erum við Sóley sveittar í torfærum með kerruna gegnum snjóinn, það var huggulegra í göngutúrunum á Tene. Þið eruð væntanlega líka sveitt en af öðrum ástæðum... Hlakka til að heyra Glóuútgáfuna af öllum ferðasögunum sem ekki eru prenthæfar. Munið allavega að segja ekkert ljótt um Ómar Valdimars á blogginu! Múhaha!! Hafið það öll sem allra best, besonders herzliche Grusse an mein Freund Bjartmar;) Kv. Maja (MDS)
María D. Steingrímsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. mars 2008
Elsku Jóna and gang!
Rut kom við og fékk txta frá þér, eitthvað geðveikt hótel bla bla hlýtur að vera ömurlegt að fara á svona staði, allavega myndi ég ekki nenna því, not, smá joke, ein smá abbó!! Oh þetta er bara meiriháttar hjá ykkur eða öllu heldur geðveikt, right!! Ég minntist á vinnumálin við Árna í dag og ætlar hann að hugsa málið og láta mig vita asap. Er að skána í egglosinu nei ég meina brjósklosinu , mátti til með að grínast aðeins með þetta......hahahah ástar og saknaðar kveðjur, knús og kossar, love Íris
Íris Hreinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Hæ Anna, Eygló, Jón kokkur og allir hinir
Gaman að fylgjast með ykkur. Veit þetta er meiriháttar ævintýri og njótið þess í botn.Bestu kveðjur Magga Einars
Margrét Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Jóna og co
Jæja elsku Jóna mín, þetta er aldeilis ævintýri hjá ykkur heyrist mér , gaman að fá að fylgjast svona með, Svenni og Ottó eru að borða héran í 3, pasta a´la Íris ,ég væri örugglega enn að elda böggla og eistnavefjur ef Íris hefði ekki komið til landsins heheh, hún kíkti á mig í gær bara hress eins og alltaf . Nú líður að ferðinni vildi að þú værir að koma með það verður bara næst, ég er orðin voða spennt, hringingarnar liggaja alveg niðri veit ekki hvernig þetta fer jæja bið að heilsa þeim sem ég þekki og þekki ekki hafið það gott.kkv.Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Hæ Jóna Jenny Iris og þið öll
Frábært að fylgjast með ykkur þetta hlýtur að vera algjört ævintýri knús Ásthildur Sverris.
asthildur sverrisdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Til Önnu
Hæ hæ elsku systir - og allir hinir. Gaman að fylgjast með þessu farðalagi ykkar. Hlýtur að vera gaman að upplifa þessa menningarheima. Hlakka til að lesa meira og sjá fleiri myndir :) Kveðja til allra, Ása Gunnur
Ása Gunnur (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. mars 2008
Jóna og Anna
Hæ dúllurnar mínar. Vá hvað það er gaman að fylgjast með ykkur. Þetta er greinilega alveg frábær ferð. Njótið í botn! Ég held áfram að fylgjast með ykkur. Ástarkveðja Inga Einars(3)
Ingibjörg Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Jóna mín
Hæ elskan, vona að þið hafið það sem allra best á Mauritius algjör snilld m.v myndir sem ég hef séð þaðan. Er á fullu er reyna að hamra þessar glósur í hausinn á mér prófið er á föstudag :-() jæja sjáum hvað setur. Annars er bara allt í fínu hérna gengur sinn vanagang ég og teitur erum að vakna þetta 9.30-10.00 á morgnanna þar sem að það er enginn til þess að reka okkur á fætur "joke" og svo fer að styttast í Flórída. Jæja gott í bili verð í sambandi seinna. Elfar & Anna báðu að heilsa hitti Önnu & Snæfríði litlu þær voru að fara til LON aftur í dag. Ástar & saknaðarjveðjur Svenni. p.s þú kannski passar að Jenný fari ekki í "klórnum" í sjóinn :-)
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Til Jónu :o)
Var loksins að kikja inná bloggið! Þetta er örugglega heilt ævintýri fyrir ykkur - gaman að sjá myndirnar :o) Allt gott að frétta héðan, hitti Önnu systir þína í leikfimi í morgun og hún sagði að Svenni hefði verið í mat hjá henni í gærkvöldi. Leikfimisgellurnar eru að fara út að borða á föstudagskvöldið. Biðjum að heilsa og hafið það sem allra best. Kær kveðja, Magga og co. :)
Margrét Herdís Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Jóna
ætlaði bara að kvitta fyrir mig!! jæja þetta er örugglega algjört ævintýri hjá ykkur þarna úti vonandi náiði að njóta ykkar inn á milli eins og ég sé á blogginu allveg geggjað örugglega að sjá alla þessa staði ;) en ég er að fara út á morgun, vonandi á það eftir að heppnast rosa vel, þannig að ég bið að heilsa í bili!! kv. Agnes
Agnes (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Sússa , Anton og Gunni til nonna
við söknum þin herna heima það er buinn að vera goður matur sem mamma eldaði :D en hun kemur til. við elskum þið.og eg er að fara a arshatið a fimmtudaginn i limosiu. við elskum þig mjög mikið og vonum að þer liði vel :D heyrumst i þer fljot. kv. Anton Sússa og gunni og lika kisi og kristin
Sússa (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Til mömmu
Hæ mamma ! Var að koma úr fyrstu skurðaðgerðinni minni í dag. CABG(kransæða aðgerð, open heart surgery) Stóð yfir í um 8 tíma, fór á LSH um 10 leitið og var að koma heim núna klukkan 20! Þetta var svakalegt, hringdu í mig þegar þú getur, þá get ég sagt þér frá því. Sakna þín ofboðslega mikið, elska þig xoxoxo Ástarkveðja, Jórunn
Jórunn (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Elsku Lóní
Takk fyrir kveðjuna. Fékk e-mail frá Anítu, mikið að gera hjá henni og allt á kafi í snjó. Eyja og Köddi hafa það fínt. Gaman að fylgjast með þessu ævintýri ykkar. Bestu kveðjur. Anna systir.
Anna Lísa Kristjánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
hæ papi (Garðar)
er fílin sem a þú sást ljósgrár eða dökgrár? þeta var tómas karl sema skrifaði ðeta
valgerður (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Hæ Mútta
Langaði bara að henda til þín einum knús :D Vonandi er gaman úti ! kv. Teitur Páll
Teitur (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Elsku mamma lov
Ástarkveðjur úr Haukalindinni. Hafðu það gott og gangi ykkur vel.Passaðu þig á ljónunum. Kveðja JJJ & RS
jóhann Örn Steinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
knús og kossar frá Íslandi
Sendi knús og kossa til þín elskulega systir Að heiman er allt gott að frétta,og veðrið fer batnandi.Stelpurnar í leikfiminni biðja að heilsa.Bíð spennt eftir næstu færslu og myndum.
Anna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Hæ elsku Jóna og Anna,
Er ekki geggjað hjá ykkur elskurnar? Gaman að fylgjast með og ég hlakka til að heyra Afríkusögur í næsta matarklúbbsboði ;-) Njótið hverrar stundar í þessu geggjaða ævintýri. Luv Inga
Inga Einars (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Elsku Jóna,Jenný,Anna,Eygló,Íris , Lóní og allir hinir.
Frábært að fylgjast með ykkur og skoða myndir njótið í botn og sofið seinna eins og einhver sagði(Jóna mín verður nú ekki í vandræðum með það ef ég þekkji vinkonu mína rétt!!). Sakna ykkar og hlakka til að fá ykkur heim og sögur og sögur. Eygló hvenær er danssýning hjá þér. Myndir af því takk. Knús og kram úr frostinu heima. Guðrún
Guðrún Georgsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Hæ Jóna mín!
Gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur, mikil vinna en gaman og ævintýralegt get ég ímyndað mér. Ertu ekki dugleg að taka myndir, ef ég þekki þig rétt þá klikkar þú ekki þar. Fór í mat til Stínu í gær og var rosa fínt að vanda, Dísa skvísa,Tóta og fjölskyldur mættu líka, gaman að hitta þau. Fór í bíó á Step up 2 með gríslingana, hittum Jógu og Rögnu dóttur hennar í Kringlunni. Fórum svo og fengum okkur ís og fórum á rúnntinn. Læt þetta duga í bili, gangi ykkur vel. Love Íris
Íris Hreinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Elsku Anna okkar.
En frábært að geta fylgst með þér í þessari ævintýraferð. Njóttu Afríku í botn. Annars erum við hress hér á Costa del Sol. Knúskveðjur frá Perlu, Helga og Sólon sísæta.
Perla (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Glóan
hæ, hæ gaman að geta fylgst með þessu frábæra ferðalagi :o) þetta á greinilega eftir að vera mikið ævintýri...fylgist spennt með næstu færslum...gott að heyra glóa mín að þú sért búin að sína nokkra vel valda takta he he þá þekkir maður þig rétt. kveðja frá Fróni:)
Guðný Harpa (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Jóna og þið öll í áhöfninni
Hæ elsku Jóna og þið öll. bara að senda smá kveðju , hef svo sem ekkert sérstakt að segja héðan af klakanum hafið það bara gott og gangi ykkur vel. kkv.Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
hææj pabbi (Garðar)
ég var á skákmóti í dag og um helgina og það gekk bara vel:]Afi balli kom með pening handa okkur til þess að kaupa páskaegg:)kossar frá okkur öllum kv.Ragnheiður
ragnheiður (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Sæl nafna
Vildi að ég væri þarna með ykkur öllum. Maybe one day. Remember don´t do anything I wouldn´t do. Have fun. kv, Jennsa
Jenny (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Sæl nafna
Vildi að ég væri nú með ykkur í þessarri ferð... Maybe one day. Remember don´t do anything that I wouldn´t do. Have fun kroppur. Kv, Jennsa KEF
Jenny (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
runa@igs.is
Elsku jenný mín Gaman að lesa um ævintýri ykkar Væri gaman að vera með ykkur Bið ad heilsa öllum Allir bydja ad heilsa þín mamma
Gudrun Ólöf (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Eygló
Bestu kveðjur til þín, áhafnarinnar og Jónu ! :-) :-) :-)
Björg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Hæ Anna
Elsku Anna okkar - og þið öll :) Það er gaman að fylgjast með ykkur á ferðalaginu. Gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að skrifa og setja myndir, þrátt fyrir mikla vinnu. Reynið nú að njóta ferðalagsins og skoða nóg! :) Farðu nú vel með fótinn og sjálfa þig Anna okkar. Kveðja til allra úr Hofakrinum.
Siggi og Guðný (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Hæ Eygló glóin mín..:)
Hæ elsku Eygló og þið öll hin...rosa gaman að fylgjast með ykkur...vera dugleg að uppfæra...maður verður að ná að upplifa þetta með ykkur..Öfunda ykkur svo......knús og kossar úr sólinni í kópavoginum... Kv Ingunn Péturs
Ingunn Péturs (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Amma Íris
Elsku amma hefur þú nokkuð séð tígrisdýr? Ég fór í fimleika í dag og var mjög dugleg er ekki gaman í Afríku? Pabbi er í Thailandi við mamma erum að passa Birki. Elska þig kveðja Lana Björk:)
Ingibjörg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Kokkpittið
Elsku Garðar minn , Bjartmar og Addi, nú sönglar maður : sure as Kilimanjaro rises like an empress above the Serengetíííí´...man ekki hverjir flytja þennan smell en sé ykkur alveg fyrir mér, umkringdir hjörð gnýja og ekkert haggar ykkur ! Þið fáið svo sem ekki margar kveðjur....en mér þykir ofsalega vænt um ykkur ! Ef það hjálpar eitthvað þá er gíraffi: n´dulumiti á swahili.............njombo......Dillissimo
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Hæ Jóna okkar .....
Gaman að fylgjast með og gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur (ekki við öðru að búast). Hér er fallegt veður í dag snjór og sól OG LOGN - haldið áfram að senda pistla og gangi ykkur allt í haginn kkv frá Balló 49
Guðbjörg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Ef ske kynni að ykkur leiddist.....
Hæ stelpur, sendi smá póst á netfangið hennar Jónu, bara ef svo ólíklega færi að ykkur leiddist...... Þið ráðið hvort þið sýnið strákunum þetta.....! Haldið áfram að njóta lífsins í þessarri yndislegu heimsálfu. Bestu kveðjur , Habbý.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Elsku bestasta frænka , systir og mágkona(Jóna ) og co.
Hæ hæ elsku Jóna. Mikið rosalega er gaman að fá að fylgjast með, og er óhætt að segja að við hér séum græn af öfund. Vorum að lesa það sem búið er að skrifa hér í gestabókina og greinilegt að margir eru að fylgjast með og sakna ykkar. Leiðinlegt bara að búa svona út í (afsakið orðbragðið)goru, annars hefði maður nú hjálpað stóra barninu þínu með þvottinn:o) En svona á öðrum nótum, elsku Jóna hafðu það sem allra best í þessari Afríkuferð og nóttu þess sem þar er upp á bjóða, enginn á það eins mikið skilið og ÞÚ, (hörkuduglega ofurkvendi, sem hugsar um alla áður en þú hugsar um þig sjálfa !) Jóna okkar, við elskum þig endalaust!!! Jæja við hér á Haustakrinum sendum ykkur bestu kveðjur. Anna Teits, Teitur Lár, Elín Kristjáns og Teitur Julian.
Anna Teitsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Jóna og co
Hæ Jóna mín og þið öll.ég kíki hér inn á hverjum degi rosa gaman að fylgjast með ykkur þetta er örugglega algjört ævintýri. Hér heima er allt við það sama svo sem ekkert krassandi í fréttum. Hringingarnar ganga ekki neitt þetta er búið að vera skrautlegt.Fór aðeins til Írisar eitt kvöldið við erum hálf vængbrotnar þegar það vantar þig á milli 43 og Þórðar,ætla að hóa í Svenna og Teit í kvöld greyin enginn til að þvo eða elda djóóóók, jæja get ekki röflað meira núna hafið það gott.kkv.Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Elsku Anna, Jenný og Eygló og líka þið hin öll
Njótið ferðarinnar. Mér finnst ég líta öðruvísi á lífið í dag eftir mína heimsferð. Notið hvern dag vel og sofið þegar þið komið heim ;). Það eru alger forréttindi að fá að taka þátt í svona verkefni því maður lærir mikið og kann betur að meta það sem maður hefur á Íslandi eftir svona ferð. Kv Íris
Íris Björk (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. mars 2008
Verkstæðið biður að heilsa
Hæ þetta eru Gunnarnir 2 eru herna uppa verkstæði að hreynsa út biðjum æðislega vel að heilsa p.s. fengum kfc i hætti innfæddra:D kv.Gunni bro og Gunni sonur.:D
Gunnar Örn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008
Afríku drottningin mín og félagar!
Frábært hvað gengur vel hjá ykkur og allir glaðir. Það þarf varla að minna ykkur á að njóta-njóta augnabliksinns, fyrir en varir eruð þið komin heim. Til hamingju með afmælið Lóní, skotthúfan er vel geymd hjá mér. Við í FI-1452 fylgjumst spennt með. Akuna Matata Björg
Björg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008
Jæja....bændur og búalið...............
Bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna í Addis Aaaaaa...babbbbabb... Jón..! Fenguð þið forsetasvítuna þarna á Hiltoninu....? Er borgarastyrjöldinni lokið? Have fun..... Berglind btr....
Áhöfn FI-1450, fös. 7. mars 2008
Valur!
Hæ, hæ. Héðan er allt gott að frétta rysjótt veður, allt á kafi í snjó sem við vorum að vona að væri að fara. Flensan er að yfirgefa svæðið og er hún ekki velkomin meir. Bíðum spennt eftir að heyra frá þér. Biðjum að heilsa í bili og gangi ykkur öllum vel.
María (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008
Jóna
Elsku Jóna já það eru fleiri en þeir sem sakna þín úr Jónsgeislanum, það er alveg ómögulegt að geta ekki kíkt í einn kaffi, en annars er allt gott að frétta litla mín átti eins árs afmæli í dag(gær)það er víst komið fram yfir miðnætti það er alltaf sami tíminn á manni en ég segi bara eins og e.h. hér áður maður getur sofið seinna þið þufið eflaust að hugsa svoleiðis annars vona ég að allt gangi vel hjá ykkur sem ég efast ekki um hafið það gott. kv. Rut
Rut (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008
Jóna, Jenný og co!
Elsku Jóna, Fylgist með ykkur og þessu frábæra ferðalagi ykkar. Vildi gjarnan vera með í för. Efast ekki um að þetta á allt eftir að ganga rosa vel hjá ykkur og svo er bara að skemmta sér vel og njóta, Bið að heilsa öllum! Habbý.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Jóna baby!
Já var það ekki, einmitt! Hver á að þvo? Á ég kannski að fara að gera það hérna úr Þórðarsveignum?I don't think so, oh hvað þeir hafa gott af þessu. Vona að allt gangi vel, Miss u so much!! Love ÍrisXX Bið að heilsa liðinu!
Iris Hreinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Hola !
Hæ Jóna mútta, nú er eg í svakalegum vandræðum ! ég veit ekkert hvað ég a að gera .. Hver á að þvo allan þvottinn minn. ! nei eg segi bara svona..Við höfum það frábært hérna á klakanum nema það vantar bara þig. Söknum þin .. Adíjos ! þinn Teitur
Teitur Páll Reynisson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Ævintýri í Afríku
Elsku Jóna mín,og restin af áhöfninni.það er gott að allt gengur vel hjá ykkur,það verður gaman að fylgjast með þessari glæsilegu áhöfn og ævintýrunum sem þið lendið í.Munið líðandi stund er málið. Anna Lár
Anna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Til hamingju með afmælið
Elsku Lóní til hamingju með afmælið njótið ykkar og hafið það sem allra best gaman að fá að fylgjast með ykkur knús og kossar til ykkra allra Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Strax farnir að sakna þín.....
... ja hérna Jóna mín þeir strax farnir að vera einmanna drengirnir í Jónsgeisla - gaman að lesa pistla frá ykkur og skoða myndir greinilega mikið gaman og gengur vonandi allt vel, knús og kossar; amma á Bakkó
Guðbjörg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Oboy......
Halló - þegar ég sá þessa glæsilegu áhöfn og hvaða matreiðslumenn sjá um að gæla við bragðlaukana -boyoboy hvað ég væri til í að vera farþegi. Gangi ykkur öllum vel og góða ferð. Sérstök kveðja til Nonna og Vals - Odda
Odda (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
hún á ammmmmælíííí´dag..
Elsku Lóní, innilega til hamingju með daginn, það er reyndar vafaatriði hvort þú eldist eða yngist við hvert afmæli, þú snýrð eiginlega náttúrulögmálunum á hvolf stelpa ! Knús til allra....Dilly p.s. Jenný mín, þú ratar núna yfir í B-álmuna er það ekki ???? :)
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Elsku Jóna
Það verður ekki leiðinlegt að fá að fylgjast með þessu ferðalagi ykkar. Sé að þú ert í góðum félagsskap. Gangi ykkur sem allra best. Badda systir.
Bjarndís Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
þið eruð bara frábær!
Þið rúllið þessu greinilega upp, stemmningin skín í gegn!! Elsku afmælisbarn til hamingju með afmælið, njóttu dagsins. Skemmtið ykkur vel og njótið augnabliksins. Kossar og knús Vilborg
Vilborg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Lóní
Elsku Lóní, til hamingu með daginn. Gangi ykkur vel. Kær kveðja, Maja Wendel og Helgi
María B. Wendel (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Elsku Jóna, Jenný og áhöfn!
Hlakka til að fylgjast með ykkur, gangi ykkur rosalega vel og ég segi bara góða skemmtun enjoy! Love Íris XX
Íris Hreinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Lóní
Elsku systir,frænka og vinkona, til hamingju með daginn. Við erum að halda upp á afmælið hjá Margréti. Hún bakaði ljúffenga afmælisköku, það vantar bara þig. Héðan er allt gott að frétta. Hafið það öll sem allra best og gangi ykkur vel. Bestu kveðjur, Anna Lísa,Sollý, Margrét og Arnór.
Arnór H. Arnórsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Jóna
Hæ elsku Jóna mín og þið öll hin, ég er bara að kvitta fyrir mig og láta þig vita að ég fylgist með þér. kv.Rut
Rut Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Heillandi heimur
Kær áhöfn! Gangi ykkur allt í haginn og njótið hinnar ótrúlegu fjölbreytni sem sem Afríka býður. Góða ferð og skemmtun, Anna Dís
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Góóóða ferð og hafið það sem beeeest:)
Elsku áhöfn vildi að ég væri með OMG!!!! hugsa til ykkar og er með ykkur í huganum:) hugsið vel um liðið okkar Earl og Kitty Chardonnay hjónin vilja bara KARDONNEI á ís manstu Nonni:) og Pigman hjónin vilja bloody mary og við erum að tala um GÓÐANN og sterkan bloodara:) knús og kossar til allra hinna líka og ekki síst til ykkar flotta áhöfn:) Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
tólf fílar lögð´af stað í leiðangur....
sé það alveg fyrir mér hvernig Garðar hefur stýrt fleyinu fimlega inn á Funchal ! Gæti trúað að í þessum skrifuðu orðum sætuð þið á einhverjum veitingastaðnum við höfnina ....enginn plokkfiskur þar ! Bið að heilsa Helen og Curt, Diane og Tom, Kitty, Earl, Karen, Stan, Van den Berg-unum, Jan og R.T. og Susan....Johnny...þú kyssir kallana frá mér. Anna...mundu að tékka á tyggjóinu með smokkfiskbragðinu ! Bon voyage Dilly
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Kæru Afríku-farar!!!
Góða ferð nú farin er Afríkan hún kallar Síðan einbeitið þið ykkur á því að botna þetta....þá vonandi sem fyrst. Góða ferð og góða skemmtun HGM
Helga Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Góða ferð
Fylgist með ykkur með söknuði.. Kossar og hlýja til ykkar allra. Brynja Nordquist
Brynja Nordquist (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Góhóóóða ferð !!
OMG vildi að ég ætti þetta allt eftir !! Svona klassa áhöfn; þið massið þetta. HALELúja.... Ása Óskars úr 9ww2.
Ásgerður Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Valur!
Vonandi ertu að ná þér af flensunni, þú skildir allavega hluta eftir af henni hérna heima og sé ég fram á að Haukurinn verði heima alla vikuna miðað við hitatölur. Annars er allt frágengið eftir stutta en stranga helgi. Vona að ykkur gangi allt í haginn og eigið góða ferð. kv. Maja og strákarnir
María Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Hæ öll
Góða ferð og munið að þið getið sofið seinna. Við hin sem vorum að koma heim hittumst í hádeginu í dag á 101 (getum ekki án hvors annars verið) og öll með sömu sögu búin að sofa og sofa. Hafið það rosalega gott og hlakka til að fylgjast með ykkur. kv. Sigga Toll
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Fallega og flotta áhöfn
Hæ öll saman! Mikið verður gaman að fylgjast með ykkur á þessu ferðalagi ykkar um Afríkuna.Það var alveg ofboðslega gaman að hitta Rut og Kolla í Cape Town er þau buðu okkur heim til sín og vonandi fáið þið tækifæri til þess.Þau ykkar sem ekki hafið farið áður þá þarf stundum að klípa sig og átta sig á því að þetta er að gerast en ekki bara draumur.Verið góð við hvort annað og njótið stundarinnar,að vera til því þetta tækifæri er gulls í gildi!! Mínar bestu kveðjur,Kiddi Möller (KEM)
Kiddi Möller (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Góða ferð!
Elsku öll, Góða ferð og gangi ykkur hrikalega vel. Njótið þess að vera í núinu (eins og Maggi Stefáns minnti okkur alltaf á :-) ) því nógu hratt líður nú túrinn. Heimsálfan bíður ykkar. -- Hér er slyddurigning og rok so enjoy! Bestustustu kveðjur, Oddný
Áhöfn FI-1452, þri. 4. mars 2008
Gangi ykkur vel en þetta er til Pabba:D
Hæ þetta er Gunni (sonur nonna) vona að allt gangi vel þanna uti mamma er orðinn hreyngerningar óð og ég er buinn að kaupa mer bíll og anton stendur sig vel i nördaskapnum:D en hlakka til að heyra í þer skoða þetta daglega:D
Gunnar Örn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. mars 2008
Hrikalega flotta áhöfn!
Hellú beibís.. Góða ferð elskurnar og góða skemmtun...þið massið Afríku. Anna mín og Addi: þið klikkið ekki á frauðplasinu! Elsku besta Jenný mín: vildi að ég væri þarna með þér ;-) next time baby! Allir hinir: NJÓTIÐ, NJÓTIÐ, NJÓTIÐ...sofa seinna. Fun, fun! Knúz, Guðrún Fríður
Guðrún Fríður Hansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. mars 2008
Um bloggið
Desert Kingdoms & Natural Splendors 2 - 26 mars 2008.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar